148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

28. mál
[12:06]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni sem talaði á undan mér. Mig langar að fagna því að þær aukalegu 70 milljónir sem við báðum um í nefndinni að fá inn í þennan málaflokk til að auka við samninga virðast vera komnar. Það er stórgott. Ég hlakka til að taka á málinu og klára þessi tvö stóru frumvörp á næsta ári.