148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

28. mál
[12:07]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Líkt og aðrir þingmenn fagna ég því að þetta sé hingað komið og í góðri sátt frá velferðarnefnd. Ég þakka líka gott samstarf við velferðarnefnd í þessu máli og vonast til þess að eiga gott samstarf við nefndina áfram í þeim tveim stóru málum sem eru í nefndinni.

Enn fremur fagna ég líkt og aðrir breytingartillögu meiri hluta fjárlaganefndar þar sem ráðgert er að auka um 70 millj. kr. í þennan málaflokk á milli umræðna. Það kom einmitt fram í nefndaráliti frá hv. velferðarnefnd og ég þakka fyrir það. Enn fremur þakka ég fyrir gott samstarf nefndarinnar og vonast til að eiga gott samstarf við hana áfram.