148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[14:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni góð svör. Ég vil taka undir, og það er gott að fá fleiri í bardagann, umræðuna um verðtryggingu. Hv. þingmaður fór vel yfir þau áhrif sem allar hækkanir hafa á lán heimilanna. Það er kominn tími til að við förum að virða vexti sem afgjald af peningum, eins og þeir eru. Verðtrygging er ekkert annað en verð á peningum, er ekkert annað en vextir. Þetta á ekki að vera svona sjálfvirk hækkun, ég tek undir það.

En ég vil draga fram í nefndaráliti hv. þingmanns og 2. minni hluta ágætiskafla um framkvæmd fjárlaga, því að það er sameiginlegt verkefni okkar. Ég hrósa hv. þingmanni fyrir að taka þann kafla fyrir í nefndarálitinu og styð hvert orð þar. Ég vil bæta við varðandi 30. gr., þegar við förum í það að fá (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra með skýrslugjöf um hvað fjárveitingarnar fara í, að ég hlakka til þeirrar vinnu með hv. þingmanni.