148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[15:04]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Ólafur Ísleifsson) (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Það eru tvö atriði sem er rétt að nefna í samhengi við orð hv. þingmanns. Það kostar, segir hann. Í hvaða umhverfi er íslensk fjölskylda sem vill leita eftir fjármögnun á sínu íbúðarhúsnæði? (HHG: Krónu-umhverfi.) Hún er í krónu-umhverfi en hún er í umhverfi sem einkennist — af hverju, hv. þingmaður? (Gripið fram í.) — af því að það er allsendis ófullnægjandi samkeppni á milli lánastofnana. Þvert á móti eru áberandi merki um samstarf — að ekki sé kallað samráð, eitthvað í áttina að því — á milli þessara stofnana. Þær hafa hagað sínum málum þannig að vextir á verðtryggðum lánum eru svo háir að fólk fælist að taka þessi lán. Það er auðvitað ekkert flókið að skilja það. Það er vegna þess að hinn svonefndi verðtryggingarjöfnuður bankanna (Forseti hringir.) er þannig að bankarnir hafa allan hag af því að lántakar taki verðtryggð lán frekar en óverðtryggð.