148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:23]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil, það er verið að vinna stefnuna og við munum vera nákvæm hvað hana varðar. En ég spurði líka: Hvar liggur metnaðurinn? Hver er ramminn sem við setjum okkur? Hvert verður hámarkið og hver eru þolmörk okkar varðandi lágmarkið? Hvert er lágmarkið til þess að við getum sagt að við ætlum að vera kolefnishlutlaus árið 2040? Auðvitað ætti metnaður okkar að vera þar. En hvað er raunsætt að miða við? Það er náttúrlega ekki bindandi. Við erum að reyna að komast að því hvar metnaður okkar liggur til þess að geta haldið samtalinu áfram.