148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka svörin hjá hv. þingmanni. Ég kom inn á það í fyrra andsvari að hv. þingmaður þekkir mjög vel bótakerfin og væntanlega hefur hv. þingmaður verið farinn að huga að því hvaða lausnir væru í sjónmáli varðandi breytingar á örorkulífeyri. Hæstv. ríkisstjórn hefur boðað samvinnu og samráð við Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp og önnur hagsmunasamtök af sama toga.

Hvaða lausnir horfir hv. þingmaður í því samhengi? Þetta eru stór kerfi og krefjast óhjákvæmilega aukinna útgjalda. Ég get alveg tekið undir það með hv. þingmanni. Það er tímabært. Það er verkefni sem verður að fara í. Hitt varðar vaxtabætur. Við höfum komið inn á það hér. Þurfum við ekki að fara að hugsa út fyrir kassann um lausn á vaxtabótum frekar en að hækka eignaviðmiðin, því að það þýðir bara aukin útgjöld?