148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:21]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég er alveg sammála hv. þingmanni um að hækkun á eignaviðmiðum þýði aukin útgjöld. En við þurfum að taka til lengri tíma pólitíska umræðu um hvaða stuðning húsnæðisstuðning við viljum veita til tekjulágra. Ég taldi mjög brýnt og við settum af stað nefnd um endurskoðun þessara kerfa í tíð síðustu ríkisstjórnar út af mikilvægi þess að fara ofan í kjölinn á því máli. En flest nágrannalönd okkar — og ég held að almennur vilji sé til þess — veita húsnæðisstuðning til allra tekjulægstu hópanna. Það er nauðsynlegt. Við erum með félagslegt íbúðakerfi, við erum með húsnæðisbætur og svo aftur vaxtabætur. Ég tel að stuðningskerfin eigi ekki að gera greinarmun á því hvort fólk leigi eða eigi. Það þarf að ná utan um framtíðarfyrirkomulagið á þessu öllu en það þarf líka að tryggja að kerfin sem notuð eru nái til þeirra hópa sem þeim er ætlað að halda utan um á meðan við erum að endurskoða það, því að fólkið er í greiðsluvanda á meðan.

Ég hef því miður ekki tíma til að fara í þær hugleiðingar sem ég var með varðandi örorkubótakerfið, en vil glaður eiga samtal (Forseti hringir.) við hv. þingmann um það síðar.