148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:23]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það var hluti af samkomulaginu að ráðherrar yrðu hérna til skrafs. Ég þakka kærlega þeim ráðherrum sem hafa verið hérna og tekið þátt í umræðunum. En þegar ég var með ræðu áðan kallaði ég til nokkra ráðherra til andsvara en þrír mættu af þeim sem ég kallaði til, ég gaf meira að segja fimm möguleika á að koma hingað til svara við mig af því að ég hafði ýmislegt að athuga við málaflokka þeirra. Þannig að augljóslega eru ekki allir að fylgjast með.