148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[18:38]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég tek alveg undir það með honum. Það er ekkert erfitt að standa frammi fyrir því sem maður hefur sagt. Eins og hv. þingmaður þekkir stendur maður frammi fyrir ákvörðunum á hverjum tíma. Ég held að ég hafi aldrei verið svo stóryrt að ég geti ekki skipt um skoðun eða bakkað út úr því sem ég hef sagt. Við þurfum að gæta aðhalds. Ég er alveg sammála því og hef talað fyrir því að við eigum að gæta okkar og hafa afganginn í lagi. Ég hef hins vegar líka sagt, eins og fleiri hér inni, að þegar staðan er eins og við höfum því miður allt of lengi staðið frammi fyrir, þurfum við að byrja á, og hefðum að mínu mati átt að vera byrjuð, að bæta betur í innviðina og gera betur en mér hefur fundist hafa verið gert. Ég hefði viljað afla tekna með öðrum hætti en gert hefur verið fram til þessa. Ég tel ekki útilokað að það geti orðið. Alls ekki. En niðurstaðan er sú núna að það er hægt að gera hvort tveggja; þrátt (Forseti hringir.) fyrir lækkað aðhaldsstig getum við samt sem áður lifað við það, að minnsta kosti þetta árið.