148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[18:42]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja í sambandi við fyrri úrskurð kjararáðs og núverandi, hvort það hafi ekki orðið einhver mistök í fjárlaganefndinni, eitthvert óráð, farið kommuvillt. 4,7% hefðu átt að vera 47% hækkun. Miðað við kjararáð væri það mjög eðlilegt.

Í framhaldi af því væri líka ósköp eðlilegt að fyrir öryrkja og eldri borgara yrði þessi hækkun greidd afturvirkt, eins og aðrir hafa fengið í ár t.d. Spurningin er hvers vegna í ósköpunum sá hópur situr alltaf eftir. Ég myndi telja að þessi 47% skiluðu því þannig að flestir væru komnir í kringum 300 þús., sem ætti að vera mjög auðvelt að koma í framkvæmd.