148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:37]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða mál sem almenn sátt ríkti um milli flokka og meðal almennings fyrir kosningar en á undraskjótum tíma höfum við fylgst með afdráttarlausum loforðum um afnám virðisaukaskatts á bækur stökkbreytast yfir í eitthvað sem kallað er „heildræn nálgun“. [Hlátur í þingsal] Ég geri að tillögu minni að við samþykkjum þessa breytingartillögu.

Ég segi já.