148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:48]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þessi tillaga felur í sér það mikilvæga verkefni að setja 820 milljónir í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar. Við þekkjum öll þennan veg. Hann er mjög hættulegur og fjölfarinn. Þarna varð alvarlegt slys bara í morgun. Þetta er mikil samgöngubót sem ég treysti að þingmenn hafi nú áhuga á að styðja.

Þingmaðurinn segir já.