148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:52]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna sérstaklega þessari breytingartillögu því að hún felur í sér, eins og hv. þingmenn hafa talað um á undan mér, aukningu í samgöngumál sem eru gríðarlega mikilvæg. Ég trúi því að öllum fjármunum í samgöngumál sé vel varið. Eins og kemur fram í áliti meiri hluta fjárlaganefndar er framlagið merkt umferðaröryggismálum sem eru meðal okkar brýnustu verkefna þessa dagana.

Ég fagna sérstaklega framlögum til Grindavíkurvegar sem er einn slysamesti og áhættusamasti vegur landsins og þjóðhagslega mjög mikilvægt að (Gripið fram í: Reykjanesbraut …) sé lagaður. Reykjanesbrautin er mikilvæg líka, er komin vel á veg og þarf að halda áfram.