148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:55]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Þótt ég fagni ákveðnum úrbótum í samgöngum sem hér eru gerðar verð ég að vekja athygli á að rétt um ár er liðið frá því að mjög flott samgönguáætlun var samþykkt. Hún stendur ófjármögnuð hér í annað skiptið sem fjárlög eru samþykkt, a.m.k. ekki fullfjármögnuð. Þetta er skömm. Alþingi á ekki að samþykkja tillögur sem eru bara einhvers konar hugmyndir út í vindinn. Ef ekki stendur til að fjármagna hlutina á bara ekki að gera þá, þá á ekki að samþykkja svona tillögur þannig að ég vona að við getum fjármagnað þetta í framtíðinni og gert þetta rétt. Ansi víða úti um allt land er pottur brotinn hvað varðar samgöngumálin.