148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:56]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Eins og fleiri fagna ég gríðarlega mikilvægri aukningu til samgöngumála sem annars vegar fer til almenningssamgangna og skiptist á milli landshlutanna sem skiptir miklu máli að hægt sé að bæta og halda áfram að þróa og hins vegar er þarna mikilvægt framlag til umferðaröryggismála eins og hefur verið rakið, veginn um Skriðdal og Grindavíkurveg.

Eins eru hér undir, eins og fleiri hafa komið inn á, markaðsstofur landshlutanna sem skipta miklu máli við að dreifa ferðamönnum um landið.

Fleiri mikilvæg mál eru hér sömuleiðis.