148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:59]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við Helgi Hrafn Gunnarsson ræddum fyrr í kvöld hvort einhver von væri til þess að ríkisstjórnin sýndi að henni væri alvara með að innleiða ný vinnubrögð á Alþingi í þessari atkvæðagreiðslu með því að taka tillit til góðra tillagna þótt þær kæmu frá stjórnarandstöðu. Ef þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ætla að fella tillöguna okkar um aukin framlög til landgræðslu til að takast á við loftslagsvána sem yfir okkur vofir má heita augljóst að þessi ríkisstjórn ætlar ekkert að gera með ný vinnubrögð á þinginu og er einfaldlega á móti öllu sem frá stjórnarandstöðu kemur, þ.e. ef Vinstri grænir ætla að hafna tillögu um landgræðslu sem er til þess fallin að hjálpa okkur við að ná því markmiði sem við þurfum að ná í loftslagsmálum.