148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:01]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vildi bara koma hingað upp og segja frá því að náttúrustofurnar sem höfðu lent undir niðurskurðarhnífnum eru hér fjármagnaðar aftur, þ.e. þær fá styrkingu á rekstrargrunni. Þarna undir eru tveir samningar.

Þarna er líka verið að klára þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi sem er verkefni sem tekið hefur allt of langan tíma og er löngu orðið tímabært að klára.

Ég held að hér séum við ekki bara að tryggja störf í hinum dreifðu byggðum heldur líka góða rannsóknarstarfsemi og ýmiss konar vöktun.