148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:01]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að hér er verið að gera náttúrustofum hærra undir höfði en verið hefur um tíma. Hér eru þær styrktar um allt að 44,8 milljónir. Hver stofa fær 3 milljónir og svo skiptist aukaframlag niður á Náttúrustofu Vestfjarða og Náttúrustofu Norðausturlands sem fá 10,7 milljónir. Þetta mun styrkja þær í að sinna margþættu hlutverki sínu sem felst m.a. í rannsóknum, ráðgjöf og eftirliti, auk þess sem þetta mun styrkja hinar dreifðu byggðir, auka atvinnuframboð og styrkja byggðafestu.