148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:06]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér eru undir nokkrir liðir, m.a. Rannsóknarstöðin Rif, Austurbrú, LungA og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Þetta eru allt verkefni sem við í meiri hlutanum höfum rætt um að þurfi að taka til hjá ráðuneytinu og koma í einhvern viðunandi farveg þannig að þeir sem sækja ítrekað um og fá í ár og áratugi jafnvel fyrirgreiðslu hjá fjárlaganefnd fái sín mál í eitthvert annað ferli og annan farveg en verið hefur. Það er ekki skynsamlegt að svona betlistafur þurfi að vera uppi á hverju einasta ári jafnvel í áratug.