148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:10]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég hef starfað innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi meira og minna undanfarin 25–30 ár. Allan þann tíma hafa verið uppi loforð af hálfu stjórnmálamanna um að nú skyldi gert vel við heilbrigðiskerfið. Nú ber hins vegar svo við að raunaukning til heilbrigðismála milli ára losar 8,5%. Þetta er sannarlega góð byrjun og gefur góð fyrirheit um að núverandi ríkisstjórn ætli sér að efna þau loforð sem landsmönnum hafa verið gefin á undanförnum árum.

Nú hækkar sól á lofti og við skulum fagna því um leið og við færum þjóðinni fyrstu innborgun á betra heilbrigðiskerfi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)