148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:17]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér leggjum við til að settir verði 3 milljarðar til viðbótar í málaflokk sem snertir öryrkja. Það eru 19.000 öryrkjar á Íslandi. Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur allt of lengi af svo allt of mörgum ríkisstjórnum. Enn og aftur viljum við gefa stjórnarflokkunum og öllum þingheimi tækifæri til að bæta hag þessa fólks sem af einhverjum ástæðum getur ekki unnið og á undir högg að sækja að svo mörgu leyti efnahagslega séð.

Okkur ber siðferðisleg og pólitísk skylda til að hafa öflugt velferðarkerfi sem tekur á vanda þessa fólks. Við erum ellefta ríkasta land í heimi og það er til skammar hvernig við stöndum að öryrkjum þessa lands.