148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:23]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Ég hvet þingmenn eindregið til að greiða atkvæði með breytingartillögunni. Þetta er hluti af áframhaldandi samtali og þótt breytingartillagan verði felld — ég geri reyndar fastlega ráð fyrir því, því miður — verður þetta málefni áfram rætt. Ég hygg að það verði rætt þar til það verður samþykkt. Þetta er góð hugmynd. Við eigum að gera þetta. Við höfum enga ástæðu til að gera það ekki.