148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:25]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að taka undir með hv. þingmönnum sem hafa fjallað um ætlaðan kostnað af afnámi skerðingar vegna atvinnutekna. Sá kostnaður sem af hálfu stjórnvalda er tilgreindur vegna aðgerða af þessu tagi sýnist ekki vel rökstuddur. Hins vegar liggur fyrir vel rökstutt, vel grundað og vandað álit viðurkennds sérfræðings, sem unnið var fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Sérfræðingurinn er dr. Haukur Arnþórsson og hans niðurstaða er sú að slíkt afnám á þessum skerðingum myndi hugsanlega ekki kosta ríkissjóð neitt og jafnvel geta fært honum viðbótartekjur.