148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:34]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Út af orðum hæstv. fjármálaráðherra vil ég segja að Winston Churchill sagði eitt sinn að bara heimskingjarnir skipti ekki um skoðun en hinir hyggnu geri það ef þeir fá betri rök en þeir hafa haft áður. Því hef ég skipt um skoðun í þessu máli.

Við það að horfa á atkvæðagreiðslu þingmanna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins hér og nú dettur mér í hug eftirfarandi úr Píslarsögunni: Upp frá þeim degi voru Heródes og Pílatus vinir.

Þingmaðurinn segir já.