148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:35]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í upphafi að hækka laun og bætur almannatrygginga til eldri borgara í 300.000 strax við fyrstu fjárlög og skerðingarnar upp í 100.000. Við höfum staðið við það. Við munum halda áfram á þessari braut. Þessi tillaga er sýndartillaga.

Þingmaðurinn segir nei.