148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:41]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur leggur til nákvæmlega sömu krónutölu og lögð var til í fjárlagafrumvarpi sem mælt var fyrir hér í september og borið uppi af ríkisstjórn sem féll stuttu síðar, nákvæmlega sömu tölu.

Stjórnarmeirihlutinn leggur til að barnabætur fari að skerðast við 242.000 kr. á mánuði. Undanfarin fjögur ár hafa 12.000 fjölskyldur og rúmlega það dottið út úr barnabótakerfinu. Við viljum bæta kerfið vegna þess að þetta er öflugt tekjujöfnunartæki sem við eigum að beita til þess að vinna gegn ójöfnuði og bæta stöðu barnafólks. Við leggjum til að 3.000 milljónir verði settar til viðbótar. Það er hneyksli, svo ekki sé meira sagt, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur geri ráð fyrir og leggi til að (Forseti hringir.) barnabætur fari að skerðast langt undir lágmarkslaunum.