148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:44]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Þetta er í síðasta sinn sem ég kem í þessa pontu í dag. Tillagan skiptist í tvennt og hlýtur að bæta húsnæðisstuðning. Hér leggjum við til að 2 milljarðar fari aukalega í vaxtabætur og 2 milljarðar aukalega í stofnframlög til almennra íbúða. Við sjáum að vaxtabótakerfið hefur fengið að grotna niður. Helmingur allra sem nutu vaxtabóta þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn er dottinn úr því kerfi. Hér þarf að endurreisa það kerfi með einum hætti eða öðrum.

Sömuleiðis þurfum við að setja meiri pening í stofnframlögin. Við sjáum að húsnæðisvandinn, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, er eitt brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda. Milli fjárlagafrumvarps Vinstri grænna og frumvarpsins sem fráfarandi ríkisstjórn tefldi fram er engin breyting. Það er engin breyting eftir innkomu Vinstri grænna í ríkisstjórn þegar kemur að vaxtabótum eða uppbyggingu íbúða í þessu landi.