148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

jólakveðjur.

[23:51]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Áður en ég slít fundi vil ég nota tækifærið og færa öllum alþingismönnum og starfsfólki okkar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega og friðsæla jólahátíð.

Þingfundir verða, eins og hv. þingmönnum er kunnugt, milli jóla og nýárs þannig að aðskilnaður okkar verður ekki langur. Þá þarf að afgreiða fjárlög og nokkur önnur mál sem þurfa fullnustu fyrir áramót. Nefndafundir verða á þriðja í jólum, þ.e. miðvikudaginn 27. desember, og þingfundir hefjast að nýju fimmtudaginn 28. desember.

Ég endurtek jólakveðjur mínar til hv. þingmanna og þakka gott samstarf á annasömum dögum sem að baki eru. Þeim sem eiga um langan veg heim að fara óska ég góðrar heimferðar og góðrar heimkomu og bið þess að við megum öll hittast heil að loknu þessu stutta jólahléi.