148. löggjafarþing — 10. fundur,  28. des. 2017.

fátækt á Íslandi.

[14:37]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Mér finnst áhugavert að heyra stjórnarliða tala hér, ég leyfi mér að segja, út og suður. Hæstv. fjármálaráðherra segir fjárlögin endurspegla að hjálpa eigi fátækum á meðan hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir sagði fjárlögin ekki gera það. Síðan klykkti hæstv. félagsmálaráðherra út með því að óska eftir samstarfi við stjórnarandstöðu. Mér finnst þessi umræða svolítið sérstök. Ég vona bara að hún falli ekki í gleymskunnar dá og þakka fyrir mig.