148. löggjafarþing — 10. fundur,  28. des. 2017.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

5. mál
[15:29]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir að minna mig á nefndarálitið, ég ætlaði að taka það með í ræðunni en gleymdi að koma því að. Þegar ég skoðaði umsögnina og nefndarálitið skildist mér einmitt að minnkunin til ofanflóðasjóðs kæmi í kjölfarið á hruninu sem hefur ekki enn þá verið bætt þannig að við erum enn í þessu ferli þar sem ýmsir liðir hingað og þangað eru í hrunástandinu, samanber með framhaldsskólana og framlög til stjórnmálaflokka, (Gripið fram í.) nei, að vísu ekki lengur, og t.d. þetta. Mig langaði bara að spyrja: Er það ekki örugglega réttur skilningur minn að skert framlög til ofanflóðasjóðs séu enn þá vegna hrunsaðhaldskröfunnar og að við séum ekki búin að fara í leiðréttingu hvað það varðar?