148. löggjafarþing — 10. fundur,  28. des. 2017.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

5. mál
[15:30]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, ég hef sama skilning á því og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson að fjárframlögin til ofanflóðasjóðs hafi staðið í stað frá aðhaldskröfunni 2010. Ég held að það sé mjög umhugsunarvert fyrir okkur á Alþingi að fara að skoða, sér í lagi kannski nefndarmenn í fjárlaganefnd, hvort þetta þurfi ekki einmitt að endurskoða þannig að fjárframlögin í sjóðinn dugi til þess að fara inn í þau lögbundnu verkefni sem sjóðurinn sannarlega er stofnaður utan um og þarf að sinna.