148. löggjafarþing — 10. fundur,  28. des. 2017.

mannvirki.

4. mál
[15:36]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mér er skapi næst að sitja hjá við þetta mál vegna þess að við höfum þurft að vinna það í óðagoti. Ég greiði atkvæði með því vegna þess að ég tel það rétta ákvörðun miðað við aðstæðurnar en að sama skapi harma ég að þær aðstæður séu uppi og vona að við lendum ekki aftur í þessu í framtíðinni.