148. löggjafarþing — 11. fundur,  28. des. 2017.

veiting ríkisborgararéttar.

75. mál
[15:44]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Þórhildur Sunna Ævarsdóttir) (P):

Virðulegi forseti. Ég nýt þess mikla heiðurs að fá að mæla fyrir ríkisborgararétti til handa 76 einstaklingum samkvæmt frumvarpi.

Allsherjar- og menntamálanefnd bárust 125 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 148. löggjafarþings en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum. Nefndin leggur til að 76 umsóknir verði samþykktar og að þeim einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni.

Ég vil nota tækifærið á meðan ég stend hér uppi og óska þessum nýju Íslendingum til hamingju með það og einnig að óska þeim velfarnaðar á nýju ári.