148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

tilhögun þingfundar.

[10:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Áformað er að hlé verði gert á þingfundum milli kl. 14 og 15.30 í dag fyrir hádegishlé og fundi í nefndum. Auk þess lætur forseti þess getið að hann lítur svo á að samkomulag sé um að þingfundir í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir og þar til umræðum um dagskrármál er lokið.