148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

barnabætur.

[10:46]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Hér hefur komið algjörlega skýrt fram að ég kalla eftir góðu samstarfi allra flokka á þingi um það hvernig við viljum þróa áfram bótakerfin og skattkerfin til þess að tryggja betur stöðu tekjulægri hópa, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum, og hvernig við viljum þróa barnabótakerfin áfram. Kallað er eftir breyttum vinnubrögðum.

Já, ég kalla eftir því að við gefum okkur tíma til að fara í slíka vinnu en séum ekki í upphrópanapólitík með tillögur sem eigi að afgreiða á örskömmum tíma og að við horfum til þess að hér er verið að auka útgjöld til mikilvægra samfélagslegra verkefna, nema hv. þingmaður sé mér ósammála um að styrkja beri heilbrigðiskerfið, (Gripið fram í.) menntakerfið og annað. (OH: Svaraðu spurningunni.) Ég aðhyllist (OH: Svaraðu spurningunni.) að við séum með ábyrga stjórn efnahagsmála, sem hv. þingmaður hefur líka talað fyrir, og við horfum til þess að við aukum útgjöld til þeirra málaflokka sem við forgangsröðum núna, heilbrigðis- og menntamál, og við eigum hér samtal, eins og ég er þegar búin að svara hv. þingmanni (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) um hvernig við ætlum — þetta hefur víst að gera með efnahagsstjórnina. (Forseti hringir.) Hv. þingmaður ætti kannski frekar að útskýra og (Gripið fram í.)fara yfir tekjuöflunartillögur Samfylkingarinnar. (Gripið fram í: … í fyrra.)