um fundarstjórn.
Herra forseti. Ég vil beina því til herra forseta að reyna að athuga hvað er í stólunum sem forsætisráðherrar sitja í vegna þess að þeim virðist vera fyrirmunað að svara spurningum og fyrirmunað að segja satt um leið og þeir setjast í þessa stóla. Þá skiptir engu máli hvort um er að ræða fyrrverandi forsætisráðherra eða þennan nýja sem boðaði ný vinnubrögð og kom oft hingað og gagnrýndi nákvæmlega sama hlutinn.
Ég man eftir því í einvígi Fischers og Spasskís þegar Fischer vildi láta athuga stólinn sinn. Ég held að það væri rétt að fá sömu aðila til að skoða þennan stól sem hæstv. forsætisráðherra situr í.