um fundarstjórn.
Herra forseti. Hæstv. forsætisráðherra vitnaði í nefndarálit mitt, væntanlega úr efnahags- og viðskiptanefnd því að það er eina nefndarálitið sem ég hef skrifað, þegar hæstv. forsætisráðherra var að svara hv. þm. Þorsteini Víglundssyni og sagði að ég hefði, að mér skilst, talað um of mikil útgjöld og efnahagslegan stöðugleika og eitthvað slíkt. (Gripið fram í.) Þetta er rangt hjá hæstv. forsætisráðherra og ég tel, af því að hún er minnug kona, að hún hafi ekki lesið nefndarálitið. Ég bið hv. þingmenn og hæstv. ráðherra að lesa nefndarálitið og vitna síðan með réttum hætti í það.