um fundarstjórn.
Virðulegi forseti. Í sérstökum umræðum fyrr á árinu, fyrir stuttu síðan, ræddi ég við hæstv. forsætisráðherra og lagði til þrjár, fjórar þumalputtareglur, þrjár sérstaklega fyrir stjórnina af því að hún er í meiri hluta, eins og ég sagði þá. Þær voru að ráðherrar þyrftu að hlusta á og meðtaka gagnrýni, að ráðherrar þyrftu að svara spurningum heiðarlega og undanbragðalaust og í þriðja lagi að ráðherrar þyrftu að axla ábyrgð á mistökum hvernig sem við afgreiðum þau. Að axla ábyrgð er allra mikilvægast.
Ég tel umræðurnar hér í óundirbúnum fyrirspurnum ekki endurspegla það, einkum ekki reglu tvö, að ráðherra svari spurningum heiðarlega og undanbragðalaust. Mér finnst því vera ábótavant. Ég vil beina því til Alþingis að huga að þeim mannlega þætti nýrra vinnubragða og reyna (Forseti hringir.) að gera betur.