um fundarstjórn.
Herra forseti. Þessi liður sem við vorum hérna í, óundirbúnar fyrirspurnir, er hluti af eftirlitshlutverki Alþingis og sem slíkt mætti alveg lögjafna því að í þessum kafla í lögum um þingsköp kemur fram um upplýsingaskyldu ráðherra, 50. gr., að ráðherra skal leggja fram þær upplýsingar sem hann hefur aðgang að og hafa verulega þýðingu fyrir mat þingsins á málinu. Það er annar liður í því tilfelli en þegar öllu er á botninn hvolft á þá ráðherra ekki að segja satt hérna inni? Er það ekki nokkuð skýrt að í óundirbúnum fyrirspurnum leggi ráðherra sig fram við að segja satt og ef honum er bent á að hann fari með rangt mál sé það bara leiðrétt? Ég held að þetta liggi ljóst fyrir og ef það er ekki raunverulega þannig sem málum er háttað á Alþingi erum við verr stödd en ég hélt.