148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

um fundarstjórn.

[11:11]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegi forseti. Ég er bara með smáfyrirspurn til hæstv. forseta. Við höfum þegar séð það af umræðunum í dag —

(Forseti (SJS): Umræðum um fyrirspurnir er lokið. Hér fara fram umræður um fundarstjórn forseta og þá er ekki við hæfi að bera fram fyrirspurnir.)

Herra forseti. Ég geri mér grein fyrir því, þetta er ekki fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar, þetta er fyrirspurn til herra forseta um fundarstjórn forseta.

(Forseti (SJS): Nú, það er bara svona.)

Já. [Hlátur í þingsal.] Við höfum þegar séð það í dag, og þetta er inngangur, herra forseti, að það hvar ráðherrar þessarar ríkisstjórnar standa í ýmsum málum veltur algjörlega á því hvar þeir sitja. En það sama virðist hugsanlega eiga við um herra forseta. Þetta er það sem ég ætlaði að spyrja herra forseta um. Hann nefndi að komin væru einhver sérstök viðmið um það að þingmenn gættu hófs í orðavali. Eru þetta ný viðmið, önnur viðmið en hafa verið lögð til grundvallar undanfarin segjum 30–40 ár, þann tíma sem hæstv. forseti hefur setið á Alþingi og haft ýmis orð uppi hér í ræðustól? Hefur eitthvað breyst hvað þessi viðmið varðar, nú þegar herra forseti er sestur í þann stól sem hann situr í nú?