148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

um fundarstjórn.

[11:14]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það eru fordæmi fyrir því að forseti hafi sagt þingmönnum að gæta orða sinna ef þingmaður hefur sagt að ráðherra hafi sagt ósatt. Hv. þm. Björn Leví Gunnarsson lenti í því þegar Unnur Brá Konráðsdóttir var frú forseti. En það er mjög varhugavert forseti ávíti þingmann undir þessum lið og segi honum að gæta orða sinna þegar þingmenn eiga hér að hafa eftirlit með ráðherrum, m.a. hafa eftirlit með því að ráðherra sé ekki að segja ósatt, að ráðherra sé ekki að fela upplýsingar. Það er mjög varhugaverð beiting á valdi forseta.