um fundarstjórn.
Virðulegi forseti. Þetta hefur verið ágætlega fróðleg umræða um hvernig þingmenn skuli eða ættu að taka afstöðu til tillagna sem verða á dagskrá innan tíðar þar sem afstaða verður tekin til ýmissa breytingartillagna, bæði við fjárlög og tekjuöflunarfrumvörp.
Það er sá galli á allri umræðunni að það virðist liggja hér til grundvallar að engar breytingar verði gerðar á barnabótum á næsta ári. En staðreyndin er sú að í því frumvarpi sem verður tekið til afgreiðslu á eftir er lögð til 8,5% hækkun á viðmiðunarfjárhæðum barnabóta og 7,4% hækkun á tekjuviðmiðunarmörkum. Þetta mun koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á næsta ári. Heildarútgjöld vegna barnabóta verða vegna þessa um 10% hærri á næsta ári en á yfirstandandi ári.