148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:34]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú gefst stjórnarliðum og okkur hinum tækifæri til að gera örlitla bragarbót á samþykktum þessara frumvarpa sem liggja hérna fyrir. Tillögur ríkisstjórnarinnar byggja á afar veikum tekjugrunni. Í stað þess að afla tekna á að nota afgang til þess að setja í menntamál, heilbrigðismál og ýmislegt sem gott er þótt of lítið sé, en það sem stendur upp úr og öskrar beinlínis á mann er að ekkert er gert fyrir aldraða, öryrkja, börn eða fjölskyldufólk.

Þetta er þó lítið skref í þá átt og ég bið alla þingmenn hér inni að greiða atkvæði samkvæmt sinni bestu samvisku í málinu.