148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:41]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Okkur gefst nú gott tækifæri til að sýna og sanna í verki að við séum að meina eitthvað með bættum og betri vinnubrögðum á hv. Alþingi. Ég held að það sé óhætt að segja að stjórnarandstaðan eða minni hlutinn hafi lagt sig fram um að greiða götu mála hér þannig að þetta fái allt saman eðlilegan framgang. Ég tek undir orð hæstv. fjármálaráðherra í því samhengi. Þess vegna er frekar dapurlegt að stjórnarmeirihlutinn ætli sér ekki að taka neitt mark á hófstilltum tillögum minni hlutans sem hefur sameinast um að leggja fram úrbætur varðandi barnabætur og vaxtabætur. Mér finnst það ákaflega sorglegt, en ég held enn í vonina um að (Forseti hringir.) menn muni sjá að sér við atkvæðagreiðsluna.