148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:43]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í umræðu um bandorminn svokallaða hefur komið fram vilji hjá hv. stjórnarandstöðuþingmönnum til að bæta og endurskoða bótakerfin og jafnvel í einhverjum tilfellum að færa skattkerfið í grænni átt. Tillögum um útgjaldaaukningu hafa hins vegar ekki fylgt neinar tillögur um tekjur á móti, að minnsta kosti í mörgum tilfellum. Hér verður náttúrlega ekki gert allt í einu, en það frumvarp sem vonandi verður samþykkt er ágætisupptaktur að þeirri vegferð til að skapa hér betra samfélag.