148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:58]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mér þykir svo vænt um að hafa Flokk fólksins á þingi til að benda á svona atriði. Mér finnst það sem hér er lagt til að verði lagað hljóta að vera einhvers konar handvömm í lögunum, mér finnst það hljóta að vera einhver mistök, eitthvert hugsunarleysi. Mér finnst þessi tillaga frá Flokki fólksins mjög góð, styð hana að sjálfsögðu heils hugar enda reyndar meðflutningsmaður á tillögunni sjálfri. Mér finnst líka rétt að nefna að það er ofboðslega margt að almannatryggingakerfinu sem við ættum að leggja meiri áherslu á, sýna meiri athygli, og fagna því sérstaklega þess vegna að hér sé kominn flokkur sem leggur þetta ríka áherslu á að lagfæra þau mörgu vandamál sem eru í lögunum.

Ég styð tillöguna og legg til að einhver úr meiri hlutanum geri það líka.