148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:01]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hér er um að ræða örlítið skref, örlitla viðleitni í þá átt að koma til móts við barnafólk og þá sem verst standa í samfélaginu. Vinstri græn hafa ásamt Samfylkingunni og fleiri flokkum talað mjög mikið fyrir því á síðustu árum og hljóta að styðja það. Ég hvet því einstaka þingmenn stjórnarliðsins til að samþykkja þetta og sérstaklega beini ég orðum mínum til nágranna minna í Vinstri grænum að standa undir nafni sem velferðarflokkur.

Þingmaðurinn segir já.