148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:02]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Skýrsla Alþýðusambands Íslands frá því í ágúst um skattbyrði launafólks 1998–2016 inniheldur sláandi greiningu á því hvernig barnabótakerfið hefur veikst á umliðnum árum. Sú tillaga sem hér liggur fyrir er, eins og síðasti ræðumaður gat um, hófstillt og hún er ábyrg.

Ég segi já.