148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:04]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Barnafólk flýr land vegna lakra kjara til annarra staða sem bjóða þeim betri kjör en við gerum hér. Ungt fólk býr við lakari kjör en foreldrar þess í fyrsta sinn í áratugi. Þetta eitt og sér ætti að vera okkur mikið umhugsunarefni. Okkar kynslóð hefur það verra en kynslóðin á undan okkur.

Hér leggur minni hlutinn til eitt skref í þá átt að bæta kjör ungs fólks, bæta kjör þeirra sem lakast hafa þau og bæta kjör barna á Íslandi sem búa við fátækt.

Ég segi já.