148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:05]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Það er engin aukning í barnabætur milli frumvarpa. Það er engin innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn þegar kemur að barnabótum. Þessi tillaga kostar minna en afsal tekna vegna kolefnisgjaldsins. Hér eftir hádegi verður lítið mál fyrir Vinstri græna að greiða atkvæði með um 670 milljónum til bænda. Það verður lítið mál fyrir þennan meiri hluta en yrði stórmál fyrir þennan sama flokk að setja hér smávægilega í það gat sem barnabótakerfið býður upp á. Enn á ný eiga fátækustu barnafjölskyldur þessa lands að bera byrðarnar, bera ábyrgð á hinum efnahagslega stöðugleika. Það er alveg augljóst að Vinstri græn voru ekki kosin á þing til að segja nei við hækkun barnabóta heldur já. Þingmaðurinn segir já.